Eiður Smári verður aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarsson hjá A-landsliðinu, rétt eins og hjá U21 árs liðinu, en samningur þeirra er til næstu tveggja ára.
Eiður setti færslu á Instagram síðu sína í gær þar sem hann sagðist tilbúinn í þessa áskorun. Hann væri þakklátur fyrir tækifærið og stoltur.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hamingjuóskunum rigndi yfir Eið. Fyrrum samherji og fyrirliði hans hjá Chelsea, John Terry, og núverandi aðstoðarþjálfari Aston Villa sendi íslenska framherjanum kveðju.
„Gangi þér vel,“ skrifaði Terry og bætti við hjarta. Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham og nú spekingur hjá Sky Sports, tók í svipaðan streng.
„Já vinur [e. Yes mate],“ og bætti einnig við hjarta. Þar má einnig finna kveðjur frá til að mynda Bobby Zamora fyrrum framherja QPR og heimsmetahafanum Jamie Knight.