Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 11:22 Gísli var formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins þar til í síðustu viku. GAMMA Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. „Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins. GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins.
GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira