Arsenal er komið niður í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir aðeins einn sigur í síðustu tíu deildarleikjum.
Arteta segir samt að liðsandinn hjá Arsenal sé enn góður og að úrslit síðustu leikja séu hreinlega ótrúleg þegar gluggaði er í tölurnar.
Arsenal hefur tapað 2-1 á móti Everton, 1-0 á móti Burnley og 2-0 á móti Tottenham í síðustu þremur leikjum sínum.
Tölfræðingar Arsenal hafa reiknað út sigurlíkur Arsenal í leikjunum út frá mörgum tölfræðiþáttum eins og sköpuðum færum, tíma með boltann og fleira en þeir hafa síðan borið það saman við tölfræðigrunn ensku úrvalsdeildarinnar.
Mikel Arteta says he accepts responsibility for Arsenal's poor form, but believes the club's in-house statistics show they have been victims of misfortune this season.
— Sky Sports (@SkySports) December 22, 2020
„Á síðasta ári þá unnum við Everton á Emirates þegar við höfðum aðeins 25 prósent líkur á því að vinna. Um síðustu helgi voru 67 prósent líkur á okkar sigri samkvæmt samanburði við sögu deildarinnar. Það voru aðeins níu prósent líkur á tapi og við töpuðum,“ sagði Mikel Arteta.
„Það voru þrjú prósent líkur á tapi á móti Burnley og við töpuðum. Það voru sjö prósent líkur á tapi á móti Tottenham og við töpuðum,“ sagði Arteta.
„Það er ekki nóg að skila frammistöðu inn á vellinum því hlutirnir þurfa líka að falla með þér og eins og er þá eru þeir ekki að gera það,“ sagði Mikel Arteta.
XG-tölfræðin komst í umræðuna í Pepsi Max deildinni í sumar og það var einkum einn þjálfari sem hélt henni mikið á lofti.
Arteta er því farinn að hljóma svolítið eins og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem hefur varið slakt gengi og slæm úrslit síns liðs með því að benda á það að tölfræðin sýni að Víkingsliðið hans hafi átt miklu meira skilið úr sínum leikjum.
Arsenal have already planned for the doomsday scenario of relegation from the Premier League. @Matt_Law_DT reports https://t.co/z8jujiJQt3
— Telegraph Football (@TeleFootball) December 21, 2020
Arteta og Arnar eiga það líka sameiginlega að hafa gert liðið sitt óvænt að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabilið og að hlutirnir hafi síðan gengið illa í deildinni á næsta tímabili á eftir þrátt fyrir miklar væntingar.
Arsenal hefur bæði unnið og tapað leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur þrátt fyrir að XG hafi bent til annarra úrslita. Arsenal var 1,11 - 2,8 undir í XG á móti West Ham en vann leikinn og var síðan 0,4 - 1,04 undir í XG á móti Manchester á Old Trafford en vann engu að síður.
Arsenal tapaði hins vegar á móti Liverpool á Anfield þrátt fyrir að vera 2,71 - 1,26 yfir í XG og sömu sögu er að segja af tapleik á móti Manchester City á Ethiad þar sem Arsenal liðið var 1,3 - 0,9 yfir í XG.
Næsti leikur Arsenal liðsins er einmitt í kvöld á móti Manchester City í enska deildabikarnum en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50.

Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.