Vonar að fólk leyfi þeim sem dvelja á hjúkrunarheimili yfir jólin að fylgjast með hátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 21:00 Rebekka Ingadóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. FRIÐRIK ÞÓR Forstöðumaður á Hrafnistu vonar að fjölskyldur leyfi ættingjum, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, að fylgjast með jólahátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað. Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17
Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31
Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46