Hætt að bjóða upp á útiæfingar eftir að lögreglan mætti í morgun Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 17:03 Yfirþjálfari í CrossFit Kötlu segir útiæfingarnar hafa gengið vel til þessa. Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari í CrossFit Kötlu, fékk óvænta heimsókn á útiæfingu stöðvarinnar í morgun. Rétt fyrir klukkan ellefu mætti lögreglan á svæðið og í kjölfarið var stöðinni gert að loka. „Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“ CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
„Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent