Sagðist ekki þurfa að nota grímu og neitaði að yfirgefa verslunina Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 08:01 Lögregla þurfti að hafa afskipti af konu í verslun þar sem hún neitaði að bera grímu. Grímuskylda er í nær öllum verslunum á landinu vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir miðnætti þurfti lögregla að hafa afskipti af konu í verslun í Garðabæ sem þvertók fyrir það að nota andlitsgrímu og neitaði jafnframt að yfirgefa verslunina. Þegar lögreglu bar að garði vildi hún ekki gefa upp nafn og kennitölu og gaf á endanum upp rangt nafn. Konan sagðist ekki þurfa að bera andlitsgrímu og fullyrti að hún væri með vottorð sem sýndi fram á að hún þyrfti ekki að nota grímu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sýndi konan aldrei vottorðið. Þá hafði lögregla afskipti af fjölda ökumanna vegna vímuefnaaksturs, en alls eru níu tilfelli í dagbók lögreglunnar þar sem ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var bifreið stöðvuð á fjórða tímanum í nótt þar sem farþegi er grunaður um vörslu fíkniefna. Á ellefta tímanum var tilkynnt um þjófnað í bíó í Kópavogi. Þar var maður staðinn að því að stela áfengi og hljóp inn á lokað svæði á annarri hæð þar sem bar var að finna. Skemmdi hann áfengiskæli og reyndi að taka það þaðan, en starfsmenn enduðu á því að þurfa að hlaupa á eftir manninum. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti þar sem maður reyndi að stela snyrtivörum. Tveir menn voru handteknir í húsnæði í Laugardal, grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Konan sagðist ekki þurfa að bera andlitsgrímu og fullyrti að hún væri með vottorð sem sýndi fram á að hún þyrfti ekki að nota grímu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sýndi konan aldrei vottorðið. Þá hafði lögregla afskipti af fjölda ökumanna vegna vímuefnaaksturs, en alls eru níu tilfelli í dagbók lögreglunnar þar sem ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var bifreið stöðvuð á fjórða tímanum í nótt þar sem farþegi er grunaður um vörslu fíkniefna. Á ellefta tímanum var tilkynnt um þjófnað í bíó í Kópavogi. Þar var maður staðinn að því að stela áfengi og hljóp inn á lokað svæði á annarri hæð þar sem bar var að finna. Skemmdi hann áfengiskæli og reyndi að taka það þaðan, en starfsmenn enduðu á því að þurfa að hlaupa á eftir manninum. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti þar sem maður reyndi að stela snyrtivörum. Tveir menn voru handteknir í húsnæði í Laugardal, grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira