Sóknarhugur einkennir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 18. desember 2020 13:00 Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er vart ofmælt þegar ég segi að árið 2020 hafi verið krefjandi í öllum skilningi þess orðs, en fréttir af bóluefni gegn Covid19 gefa okkur tilefni til bjartsýni. Líkt og önnur sveitarfélög höfum við hjá Hafnarfjarðarbæ þurft að bregðast við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum sem veirufaraldurinn hefur haft á fólk og samfélag. Rauði þráðurinn í allri þeirri vinnu hefur verið að lágmarka áhrifin á íbúa Hafnarfjarðar með því að verja þjónustuna og reksturinn og halda áfram kröftugri og skynsamlegri uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Viðbrögð við lægri tekjum og auknum útgjöldum Við höfum brugðist við þeim efnahagslegu og samfélagslegu áhrifum veirufaraldursins með mjög markvissum blönduðum aðgerðum; 1) hagræðingu, 2) hóflegri lántöku og 3) eignasölu. Efnahagsleg áhrif veirufaraldursins eru lægri útsvarstekjur og ýmiss kostnaðarauki, samfélagsleg áhrif veirufaraldursins eru aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, auk þess sem blikur eru á lofti hvað varðar barnavernd, heimilisofbeldi og almennt álag á fjölskyldur og einstaklinga. Við teljum okkur nokkuð vel í stakk búin til að takast á við þessar aðstæður og áskoranir þar sem við höfum nýlega þróað verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur undir heitinu Brúin. Það verkefni hefur gefist vel. Þessu til viðbótar fagna ég mjög frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um farsæld barna og fellur það vel að áherslum Brúarinnar. Verjum þjónustuna og tryggjum atvinnulífinu gott umhverfi Við höfum talað fyrir fjölskylduvænum áherslum; að lækka kostnað fjölskyldufólks og að huga vel að fólki og fyrirtækjum hér í Hafnarfirði. Í núverandi ástandi skiptir mestu máli að verja þjónustuna og létta íbúum og fyrirtækjum almennt róðurinn. Það hefur verið gert, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: skattar á íbúa ekki verið hækkaðir og verður útsvarið óbreytt milli ára. systkinaafsláttur á leikskólagjöldum hefur verið stóraukinn. systkinaafslætti hefur verið komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. frístundastyrkur hefur verið hækkaður. fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hefur lækkað úr 1,57 í 1,4. Allt heldur þetta sér í fjárhagsáætlun næsta árs. Þessar aðgerðir hafa gefið okkur betra samfélag, aukið ráðstöfunartekjur heimila og skapað fyrirtækjum traust og öruggt umhverfi. Sókn er besta vörnin Á sama tíma og þjónustan er varin, reksturinn tryggður erum við að skapa farveg til þess að sækja fram svo fljótt sem verða má. Blásið verður til sóknar í uppbyggingu og nema fjárheimildir til fjárfestinga samtals 4.283 milljónum króna. Meðal framkvæmda á næsta ári eru: frágangur útivistarsvæðisins á Norðurbakka. gatnagerð við Ásvallabraut og uppbygging í Hamranesi. lokið við gatnagerð í Skarðshlíð. gatnalýsingar verða endurnýjaðar víðsvegar um bæinn. endurnýjun St. Jósefsspítala fær aukinn kraft. endurgerð Suðurbæjarlaugar. undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda áfram sem felst meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu. áfram fjárfest myndarlega í félagslegu húsnæði. áfram unnið markvisst í þróun og nútímavæðingu á þjónustu sveitarfélagsins. Lánsþörf í lágmarki Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en að afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug; íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla. Að lokum óska ég starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun