Örlítill grenjandi minnihluti Steingríms er mikill minnihluti Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 10:08 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis birti snakillan pistil í Morgunblaðinu í dag. visir/vilhelm Athyglisverðar orðskýringar Steingríms J. Sigfússonar vekja athygli. „Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós. Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós.
Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira