Lenda alltaf undir á útivelli en vinna samt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Þessir tveir sáu til þess að Man United vann sinn tíunda útileik í röð i ensku úrvalsdeildinni í gær. EPA-EFE/Laurence Griffiths Sigur Manchester United á Sheffield United í gærkvöld var tíundi sigur liðsins á útivelli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur liðið alltaf lent undir á útivelli en samt tekist að knýja fram sigur. Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56
Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31
Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00
Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45