Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 18:06 Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Maður þar hótaði að skjóta lögregluþjóna og veittist að þeim með hnífi. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira