Um síðustu helgi mættu fjölmargir á tónleikar Auðar sem voru á sama stað en þá gátu gestir fylgst með tónleikunum frá Laugarveginum.
Í kjölfarið voru tónleikahaldarar gagnrýndir fyrir mikla hópamyndun og var því ákveðið að falla frá því að leyfa fólki að fylgjast með á Laugarveginum.
Það verður ekki hægt að þessu sinni og verður dregið fyrir alla glugga og aðeins hægt að horfa á tónleikana í streymi sem verður aðgengilegt hér að neðan þegar nær dregur að tónleikunum og einnig á Facebook-síðu Priksins.
Hér má horfa á tónleikana í beinni útsendingu á Twitch rás Priksins.