Stelpurnar hans Þóris með langflestar stoðsendingar á EM en fæstar sendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal fagnar einu marka Noregs á mótinu en Þórir Hergeirsson er að hugsa um næstu vörn. EPA-EFE/Bo Amstrup Það er óhætt að segja að norska kvennalandsliðið í handbolta spili markvissan handbolta á Evrópumótinu í Danmörku. Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna. Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti. Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins. The best of the best in Europe! © #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020 Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar. Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku. Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik. Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779). WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna. Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti. Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins. The best of the best in Europe! © #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020 Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar. Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku. Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik. Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779). WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira