Efla kennslu í vísindum við framhaldsskóla í Buikwe Heimsljós 17. desember 2020 12:47 Myndin tekin eftir undirritun samninga í morgun. MS Skrifað var undir samninga í morgun um framkvæmdir til að efla menntun í vísindum og upplýsingatækni í Úganda. Fulltrúar sendiráðs Íslands í Kampala voru viðstaddir. Innan tíðar hefjast framkvæmdir við fjóra framhaldsskóla í fiskveiðisamfélögum í Buikwe héraði í Úganda þar sem byggðar verða sérstakar skólastofur til að efla kennslu í vísindum og upplýsingatækni. Skrifað var undir samninga um framkvæmdirnar í morgun að viðstöddum fulltrúum sendiráðs Íslands í Kampala, fulltrúum héraðsstjórnarinnar í Buikwe og fulltrúum verktaka sem áttu lægstu tilboð í verkið. Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar starfandi forstöðumanns sendiráðsins er markmiðið með þessmu hluta menntaverkefnis í héraðinu að auðvelda rúmlega fjögur þúsund framhaldsskólanemum í Buikwe að auka við vísindalega þekkingu sína í samræmi við opinbera menntastefnu Úganda og bæta aðstæður kennara til að kynda undir áhuga nemenda á vísindum og tækni. „Allt er þetta liður í því að skólarnir veiti gæðamenntun sem leggur grunn að betri lífsafkomu og stuðlar að sjálfbærri þróun Úganda,“ segir Finnbogi Rútur. Heildarkostnaður við verkið er metinn á rúmlega 142 milljónir íslenskra króna en hluti af þeirri fjárhæð rennur til kaupa á kennslubókum og öðrum námsgögnum fyrir alla nemendur grunnskóla í fiskimannasamfélögunum í listsköpun, tónlist, dansi og leiklist. Buikwe er megin samstarfshérað Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda. Einkum hefur verið unnið að því í samstarfi við héraðsstjórnina að bæta menntun barna og ungmenna en einnig hefur verið unnið að því að tryggja íbúum fiskveiðisamfélaga hreint vatn og bæta salernisaðstöðu. Við undirritun samninga í morgun bað fulltrúi héraðsins fyrir kveðjur til Íslendinga með þakkæti fyrir veittan stuðning. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Skóla - og menntamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Innan tíðar hefjast framkvæmdir við fjóra framhaldsskóla í fiskveiðisamfélögum í Buikwe héraði í Úganda þar sem byggðar verða sérstakar skólastofur til að efla kennslu í vísindum og upplýsingatækni. Skrifað var undir samninga um framkvæmdirnar í morgun að viðstöddum fulltrúum sendiráðs Íslands í Kampala, fulltrúum héraðsstjórnarinnar í Buikwe og fulltrúum verktaka sem áttu lægstu tilboð í verkið. Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar starfandi forstöðumanns sendiráðsins er markmiðið með þessmu hluta menntaverkefnis í héraðinu að auðvelda rúmlega fjögur þúsund framhaldsskólanemum í Buikwe að auka við vísindalega þekkingu sína í samræmi við opinbera menntastefnu Úganda og bæta aðstæður kennara til að kynda undir áhuga nemenda á vísindum og tækni. „Allt er þetta liður í því að skólarnir veiti gæðamenntun sem leggur grunn að betri lífsafkomu og stuðlar að sjálfbærri þróun Úganda,“ segir Finnbogi Rútur. Heildarkostnaður við verkið er metinn á rúmlega 142 milljónir íslenskra króna en hluti af þeirri fjárhæð rennur til kaupa á kennslubókum og öðrum námsgögnum fyrir alla nemendur grunnskóla í fiskimannasamfélögunum í listsköpun, tónlist, dansi og leiklist. Buikwe er megin samstarfshérað Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda. Einkum hefur verið unnið að því í samstarfi við héraðsstjórnina að bæta menntun barna og ungmenna en einnig hefur verið unnið að því að tryggja íbúum fiskveiðisamfélaga hreint vatn og bæta salernisaðstöðu. Við undirritun samninga í morgun bað fulltrúi héraðsins fyrir kveðjur til Íslendinga með þakkæti fyrir veittan stuðning. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Skóla - og menntamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent