Beina sjónum sínum að Fóðurblöndunni vegna tíðrar ólyktar í Laugarneshverfi og nágrenni Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 14:30 Nokkur umræða hefur skapast meðal íbúa í Laugarneshverfi um óþefinn sem virðist leggjast sífellt oftar og sterkar yfir hverfið. Hefur sú umræða myndast bæði í íbúagrúppum á netinu og víðar. Vísir/Vilhelm/Hjalti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Fóðurblandan, sem staðsett er í Korngörðum í Reykjavík, grípi til aðgerða til að koma megi í veg fyrir að óþef leggi yfir nálæga byggð. Tilkynningum til borgaryfirvalda um vonda lykt á svæðinu hefur fjölgað mikið síðan haust. Forstjóri Fóðurblöndunnar segir enga breytingu hafa orðið í starfseminni sem skýri fjölgunina og kveðst vona að heilbrigðiseftirlitið sé í málinu ekki að hengja bakara fyrir smið. Nokkur umræða hefur skapast meðal íbúa í Laugarneshverfi um óþefinn sem virðist leggjast sífellt oftar og sterkar yfir hverfið. Hefur sú umræða myndast bæði í íbúagrúppum á netinu og víðar. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfestir að kvartanir hafi borist eftirlitinu vegna málsins. „Það hafa borist sérstaklega margar kvartanir síðan í september. Við höfum verið í samskiptum við umrætt fyrirtæki, gert kröfur um úrbætur og veitt þeim frest til 17. desember [í gær] til að skila inn aðgerðaáætlun um hvernig megi ráða bót á þessu. Boltinn er því hjá þeim sem stendur,“ sagði Rósa við Vísi fyrr í vikunni. Húsakynni Fóðurblöndunnar við Korngarða.Vísir/Vilhelm Rósa segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fara eftir stjórnsýslulögum og nýta þau tæki sem í boði eru. Málið sé í vinnslu. „Kvartanir vegna þessa hafa komið upp áður, en núna í vetur, frá í haust, hafa þær bæði verið fleiri og tíðari.“ Hún segir að Heilbrigðiseftirlitið telji staðfest að lyktarmengunin sem um ræðir berist frá Fóðurblöndunni og hefur því ekki verið í samskiptum eða gert kröfur á önnur fyrirtæki á svæðinu. Vonar að Fóðurblandan beri ekki ein ábyrgð Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar, staðfestir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi sent fyrirtækinu bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við lyktarmengun frá starfseminni. Hann segir fyrirtækið ekki víkja undan ábyrgð í þeim efnum, en bendir á að fóðurframleiðslu fylgir vissulega fóðurlykt. Forstjóri Fóðurblöndunnar segir að sambúð við nágranna og nálæga starfsemi hafi alla tíð gengið með ágætum enda þótt starfsemi af þessu tagi orki að sjálfsögðu tvímælis eftir því sem byggðin í kring þéttist.Vísir/Vilhelm Hann segir að af einhverjum ástæðum hafi kvörtunum fjölgað verulega á síðustu mánuðum. „Ég kann enga skýringu á því nema ef vera skyldi að þessi lyktarmengun geti verið frá annarri starfsemi í nágrenni við okkur. Við vonum að minnsta kosti að við berum ekki einir ábyrgð á þessum vanda enda hefur ekkert breyst í starfsemi okkar síðustu mánuðina.“ Vonar að Heilbrigðiseftirlitið hengi ekki bakara fyrir smið Eyjólfur segir það væntanlega vera heilbrigðiseftirlitsins að finna það út úr því af hverju málið komi upp einmitt núna. „Heilbrigðiseftirlitið verður að minnsta kosti að leita af sér allan grun annars staðar svo að það hengi ekki bakara fyrir smið. Það hefur engin eðlisbreyting orðið á starfsemi okkar og allur búnaður okkar, meðal annars loftræstikerfi, virkar eins og best verður á kosið.“ Laugarnesskóli og nágrenni.Vísir/Vilhelm Hann segist ekki vilja svara því á þessari stundu hvað komi fram í aðgerðaáætlun fyrirtækisins sem send verði Heilbrigðiseftirlitinu. Rétt sé að kynna áætlunina fyrir Heilbrigðiseftirlitinu fyrst. Starfsemi sem orkar tvímælis Eyjólfur segir að sambúð Fóðurblöndunnar við nágranna og nálæga starfsemi hafi alla tíð gengið með ágætum enda þótt starfsemi af þessu tagi orki að sjálfsögðu tvímælis eftir því sem byggðin í kring þéttist. „Við gerum okkar besta á hverjum einasta degi til þess að halda lyktarmengun í lágmarki og reynum meðal annars að laga framleiðsluna að vindáttum og ýmsu öðru. Það eitt og sér hefur auðvitað ákveðna óhagræðingu í för með sér. Til lengri framtíðar eru þeir tveir meginkostir í stöðunni. Að byggja hér nýja verksmiðju með mun betri loftræstibúnaði eða einfaldlega fara með starfsemina út fyrir höfuðborgarsvæðið. Við höfum með hléum átt að eigin frumkvæði í samningaviðræðum við Faxaflóahafnir um að þær kaupi eignir okkar á svæðinu þannig að við getum flutt starfsemina annað. Væntanlega yrði það farsælasta lausnin.“ Fóðurframleiðslu fylgir fóðurlykt.Getty Verðmætar lóðir á hafnarsvæðinu Eyjólfur bætir við að viðbrögð Faxaflóahafna við þessum umleitunum Fóðurblöndunnar hafi verið góð, endi hafa fyrirtækið og Faxaflóahafnir alla tíð átt í góðum samskiptum. „Starfsemi okkar hefur auðvitað skapað þeim góðar tekjur á undanförnum áratugum en það er mikil eftirspurn eftir lóðum nálægt höfninni og öllum ljóst að ef við færum annað myndi ný starfsemi byggjast hratt upp í staðinn. Samtal okkar er í ágætum farvegi en það er svo sem enginn að flýta sér mikið við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu um þessar mundir,“ segir Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast meðal íbúa í Laugarneshverfi um óþefinn sem virðist leggjast sífellt oftar og sterkar yfir hverfið. Hefur sú umræða myndast bæði í íbúagrúppum á netinu og víðar. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfestir að kvartanir hafi borist eftirlitinu vegna málsins. „Það hafa borist sérstaklega margar kvartanir síðan í september. Við höfum verið í samskiptum við umrætt fyrirtæki, gert kröfur um úrbætur og veitt þeim frest til 17. desember [í gær] til að skila inn aðgerðaáætlun um hvernig megi ráða bót á þessu. Boltinn er því hjá þeim sem stendur,“ sagði Rósa við Vísi fyrr í vikunni. Húsakynni Fóðurblöndunnar við Korngarða.Vísir/Vilhelm Rósa segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fara eftir stjórnsýslulögum og nýta þau tæki sem í boði eru. Málið sé í vinnslu. „Kvartanir vegna þessa hafa komið upp áður, en núna í vetur, frá í haust, hafa þær bæði verið fleiri og tíðari.“ Hún segir að Heilbrigðiseftirlitið telji staðfest að lyktarmengunin sem um ræðir berist frá Fóðurblöndunni og hefur því ekki verið í samskiptum eða gert kröfur á önnur fyrirtæki á svæðinu. Vonar að Fóðurblandan beri ekki ein ábyrgð Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar, staðfestir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi sent fyrirtækinu bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við lyktarmengun frá starfseminni. Hann segir fyrirtækið ekki víkja undan ábyrgð í þeim efnum, en bendir á að fóðurframleiðslu fylgir vissulega fóðurlykt. Forstjóri Fóðurblöndunnar segir að sambúð við nágranna og nálæga starfsemi hafi alla tíð gengið með ágætum enda þótt starfsemi af þessu tagi orki að sjálfsögðu tvímælis eftir því sem byggðin í kring þéttist.Vísir/Vilhelm Hann segir að af einhverjum ástæðum hafi kvörtunum fjölgað verulega á síðustu mánuðum. „Ég kann enga skýringu á því nema ef vera skyldi að þessi lyktarmengun geti verið frá annarri starfsemi í nágrenni við okkur. Við vonum að minnsta kosti að við berum ekki einir ábyrgð á þessum vanda enda hefur ekkert breyst í starfsemi okkar síðustu mánuðina.“ Vonar að Heilbrigðiseftirlitið hengi ekki bakara fyrir smið Eyjólfur segir það væntanlega vera heilbrigðiseftirlitsins að finna það út úr því af hverju málið komi upp einmitt núna. „Heilbrigðiseftirlitið verður að minnsta kosti að leita af sér allan grun annars staðar svo að það hengi ekki bakara fyrir smið. Það hefur engin eðlisbreyting orðið á starfsemi okkar og allur búnaður okkar, meðal annars loftræstikerfi, virkar eins og best verður á kosið.“ Laugarnesskóli og nágrenni.Vísir/Vilhelm Hann segist ekki vilja svara því á þessari stundu hvað komi fram í aðgerðaáætlun fyrirtækisins sem send verði Heilbrigðiseftirlitinu. Rétt sé að kynna áætlunina fyrir Heilbrigðiseftirlitinu fyrst. Starfsemi sem orkar tvímælis Eyjólfur segir að sambúð Fóðurblöndunnar við nágranna og nálæga starfsemi hafi alla tíð gengið með ágætum enda þótt starfsemi af þessu tagi orki að sjálfsögðu tvímælis eftir því sem byggðin í kring þéttist. „Við gerum okkar besta á hverjum einasta degi til þess að halda lyktarmengun í lágmarki og reynum meðal annars að laga framleiðsluna að vindáttum og ýmsu öðru. Það eitt og sér hefur auðvitað ákveðna óhagræðingu í för með sér. Til lengri framtíðar eru þeir tveir meginkostir í stöðunni. Að byggja hér nýja verksmiðju með mun betri loftræstibúnaði eða einfaldlega fara með starfsemina út fyrir höfuðborgarsvæðið. Við höfum með hléum átt að eigin frumkvæði í samningaviðræðum við Faxaflóahafnir um að þær kaupi eignir okkar á svæðinu þannig að við getum flutt starfsemina annað. Væntanlega yrði það farsælasta lausnin.“ Fóðurframleiðslu fylgir fóðurlykt.Getty Verðmætar lóðir á hafnarsvæðinu Eyjólfur bætir við að viðbrögð Faxaflóahafna við þessum umleitunum Fóðurblöndunnar hafi verið góð, endi hafa fyrirtækið og Faxaflóahafnir alla tíð átt í góðum samskiptum. „Starfsemi okkar hefur auðvitað skapað þeim góðar tekjur á undanförnum áratugum en það er mikil eftirspurn eftir lóðum nálægt höfninni og öllum ljóst að ef við færum annað myndi ný starfsemi byggjast hratt upp í staðinn. Samtal okkar er í ágætum farvegi en það er svo sem enginn að flýta sér mikið við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu um þessar mundir,“ segir Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira