Cavani er sakaður um að hafa notað orð sem felur í sér kynþáttafordóma í færslunni sem hann hefur nú eytt og beðist afsökunar á.
Úrúgvæinn birti færsluna eftir 2-3 sigur United á Southampton 29. nóvember. Cavani kom inn á í hálfleik og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í seinni hálfleiknum.
Eftir leikinn setti Cavani inn skilaboð í Instagram Story svaraði hann fylgjanda sem óskað hafði honum til hamingju með frammistöðuna, með orðunum „gracias negrito!“ Spænska orðið „negrito“ getur verið notað með niðrandi hætti.
Cavani hefur frest til 4. janúar 2021 til að svara kærunni. Hann gæti fengið að minnsta kosti þriggja leikja bann ef hann verður fundinn sekur um kynþáttafordóma.
Cavani kom til United frá Paris Saint-Germain í sumar. Hann hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.