Diego Maradona er í guðatölu í Argentínu og allt sem tengist honum verður stórmál og jafnvel dómsmál. Nýjast dæmið um það eru málið sem var höfðað í argentínskum réttarsal og lauk í gær.
Nú var það spurning um hvað ætti að gera við Maradona eftir að hann er kominn yfir móðuna miklu. Það er búið að jarða kappann en það kom þó ekki í veg fyrir þetta mál.
Soccer-Court rules Maradona's body 'must be conserved' https://t.co/qWQZlzZ3rq pic.twitter.com/IewhbBZYWn
— Reuters (@Reuters) December 17, 2020
Dómstóll í Argentínu ákvað það nefnilega að það eigi að varðveita lík Maradona til þess að hafa aðgengi að DNA sýnum ef að það sé þörf á fleiri faðernisprófum í framtíðinni. Það má því ekki brenna lík hans seinna.
Diego Maradona fékk hjartaáfall og lést 25. nóvember síðastliðinn. Hann var jarðsettur í kirkjugarði rétt utan við Buenos Aires.
Lögfræðingur Maradona hafði sagt Reuters frá því að það væri til DNA sýni en dómstóllinn leyfði það samt ekki að líka hans yrði brennt.
Maradona eignaðist fjögur börn í Argentínu og eitt á Ítalíu. Hann viðurkenndi ekki son sinn í Napoli fyrr en löngu eftir að fótboltaferli hans var lokið.
Court rules Maradona s body must be conserved https://t.co/KMJYRmvGje
— HT Sports (@HTSportsNews) December 17, 2020
Maradona er einn besti knattspyrnumaður sögunnar og sá besti í augum margra knattspyrnuáhugamann.
Þegar hann var upp á sitt besta þá var hann langbesti knattspyrnumaður heims og árunum 1986 til 1990 þá varð hann heimsmeistari og kom argentínska landsliðinu tvisvar í úrslitaleik HM auk þess að leiða Napoli til tveggja ítalskra meistaratitla sem hafði aldrei gerst þá og hefur aldrei gerst síðan.