Rannsakendur WHO á leið til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 23:22 Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Wuhan í Kína fyrr á árinu. AP/Chinatopix Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira