Smári segir hálendisþjóðgarð kominn í skrúfuna hjá ríkisstjórninni Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2020 12:07 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Smári McCarthy Pírati. Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt, hún verði að hlutast til um hegðun fólks og þar með fari bráðnauðsynleg samstaðan fyrir lítið. visir/vilhelm Smári McCarthy Pírati furðar sig á því hvernig ríkisstjórninni tókst að klúðra samstöðu um hálendisþjóðgarð. „Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í upphafi pistils sem hann skrifaði og birti á Vísi í morgun. Ríkisstjórninni ekki sjálfrátt Pistillinn hefur vakið verulega athygli en Smári vísar í skoðanakannanir og segir mikinn meirihluta hlynntan því að hálendi Íslands sé verndað. En það sé ekki sama hvernig það er gert og hvernig að því er staðið. Og nú rífist menn eins og hundur og köttur vegna málsins sem hægur leikur hefði verið að mynda þverpólitíska samstöðu um. Í sátt og samlindi. „En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni.“ Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt. „Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg.“ Smári segir að markmiðið hefði átt að vera að koma í veg fyrir náttúruspjöll eða óafturkræfa eyðileggingu. En útfærslan reyndist vera sú að banna fólki að njóta svæðis nema á afmarkaða vegu: „Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli.“ Valdboð ekki vænlegt til að efla samstöðuna Smári rekur það að fólk njóti hálendisins á margvíslega vegu. En reglurnar séu takmarkandi og þá hverfur samstaðan. Stíllinn sé í fyrirskipunartóni, segir Smári og vísar í frumvarpið: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Þjóðgarðar Píratar Tengdar fréttir Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í upphafi pistils sem hann skrifaði og birti á Vísi í morgun. Ríkisstjórninni ekki sjálfrátt Pistillinn hefur vakið verulega athygli en Smári vísar í skoðanakannanir og segir mikinn meirihluta hlynntan því að hálendi Íslands sé verndað. En það sé ekki sama hvernig það er gert og hvernig að því er staðið. Og nú rífist menn eins og hundur og köttur vegna málsins sem hægur leikur hefði verið að mynda þverpólitíska samstöðu um. Í sátt og samlindi. „En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni.“ Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt. „Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg.“ Smári segir að markmiðið hefði átt að vera að koma í veg fyrir náttúruspjöll eða óafturkræfa eyðileggingu. En útfærslan reyndist vera sú að banna fólki að njóta svæðis nema á afmarkaða vegu: „Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli.“ Valdboð ekki vænlegt til að efla samstöðuna Smári rekur það að fólk njóti hálendisins á margvíslega vegu. En reglurnar séu takmarkandi og þá hverfur samstaðan. Stíllinn sé í fyrirskipunartóni, segir Smári og vísar í frumvarpið: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Þjóðgarðar Píratar Tengdar fréttir Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11