Dæmdur í leikbann fyrir guðlast inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:01 Bryan Cristante svekkir sig hér eftir að hann skoraði í vitlaust mark í leik Roma og Bologna. EPA-EFE/GIORGIO BENVENUTI Leikmaður Roma má ekki taka þátt í leik ítalska liðsins á fimmtudagskvöldið kemur vegna viðbragða sín þegar hann skoraði sjálfsmark um síðustu helgi. Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín. Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín.
Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira