Dæmdur í leikbann fyrir guðlast inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:01 Bryan Cristante svekkir sig hér eftir að hann skoraði í vitlaust mark í leik Roma og Bologna. EPA-EFE/GIORGIO BENVENUTI Leikmaður Roma má ekki taka þátt í leik ítalska liðsins á fimmtudagskvöldið kemur vegna viðbragða sín þegar hann skoraði sjálfsmark um síðustu helgi. Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín. Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín.
Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira