Dæmdur í leikbann fyrir guðlast inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:01 Bryan Cristante svekkir sig hér eftir að hann skoraði í vitlaust mark í leik Roma og Bologna. EPA-EFE/GIORGIO BENVENUTI Leikmaður Roma má ekki taka þátt í leik ítalska liðsins á fimmtudagskvöldið kemur vegna viðbragða sín þegar hann skoraði sjálfsmark um síðustu helgi. Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Bryan Cristante hjá Roma missir af leik Roma og Torino í vikunni eftir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann. Cristante fékk ekki spjald eða braut á andstæðingi í síðasta leik heldur kom sér í vandræði á allt annan hátt. Myndavélarnar náðu því þegar Bryan Cristante blótaði guði eftir að hafa skorað klaufalegt sjálfsmark í leik á móti Bologna. We've heard of some crazy reasons why a player has got suspended, but this one is really quite something https://t.co/5aEigRT5jj— SPORTbible (@sportbible) December 15, 2020 Frá árinu 2010 þá hafa verið mjög strangar reglur á Ítalíu sem banna allt guðlast leikmanna inn á fótboltavellinum. Ítalska knattspyrnusambandið taldi sig því þurfa að refsa Cristante sem og það gerði. Staðan var 3-0 fyrir Roma í leiknum þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Roma vann leikinn á endanum 5-1. Sjálfsmarkið skipti því ekki miklu máli en svekkelsi leikmannsins kom honum í vandræði hjá agnefnd ítalska knattspyrnusambandsins. Í dómnum kemur fram að guðlast Bryan Cristante hafi komið vel fram á sjónvarpmyndavélinum en myndavélarnar fóru auðvitað beint á hann eftir að hann sendi boltann í eigið mark. Bryan Cristante er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fær svona leikbann því í október 2019 voru Francesco Magnanelli hjá Sassuolo og Matteo Scozzarella hjá Parma einnig dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir. Árið 2018 fór Rolando Mandragora hjá Udinese einnig í bann fyrir að líka guði við hund. Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, fór einnig í eins leiks bann fyrir að kalla guð svín.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira