Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. desember 2020 07:28 Biden sagði að logi lýðræðisins brenni enn glatt í Bandaríkjunum. Drew Angerer/Getty Images Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00