Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2020 23:23 Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. Einar Árnason Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. Landmannaafréttur hefur gjarnan verið tekinn sem dæmi hjá þeim sem vilja friða hálendið gagnvart sauðfjárbeit. Þetta er svæðið að Fjallabaki sem Land- og Holtamenn nytja en við fylgdum þeim í fjárleitum í haust, eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. „Við erum bara ekki á sama máli og til dæmis Landgræðslan. Meðan landið er í framför þá teljum við okkur nýta landið rétt,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. „Það er svo fráleitt sem margir halda að það sé verið að ganga á afréttinn. Því það sjá það allir að hann er í mikilli framför,“ segir Geir Ófeigsson úr Næfurholti á Rangárvöllum. Geir Ófeigsson í Næfurholti.Einar Árnason „Við erum með stuttan tíma hérna inni á fjalli. Við förum hér um 10. júlí. Þetta eru sextíu dagar sem við erum að nýta þetta. En grösin hérna inn frá eru mjög kjarnmikil á þeim tíma og eru okkur mjög mikilvæg í okkar búskaparferli,“ segir Erlendur. Kristinn Guðnason fjallkóngur bendir á að bændur hafi í fimmtán ár staðið að uppgræðslu. „Hér sérðu: Við erum að græða hér upp samfara beitinni,“ segir Kristinn og bendir á svæðin í kringum Áfangagil, og bætir við að það sé í samstarfi við Landgræðsluna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Þó að manni finnist landgræðslustjóri stundum ekki vera í sama liði og við,“ segir fjallkóngurinn. „Við erum með umráðaréttinn – nytjaréttinn á þessu svæði. Og honum ætlum við að halda,“ segir Erlendur. „Það féll alveg dómur um það í þjóðlendumálum. Það er alveg skýrt að ríkið hefur umráðaréttinn yfir landinu en við erum með nytjaréttinn. Og það ætlum við að passa,“ segir Erlendur í Skarði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Landmannaafréttur hefur gjarnan verið tekinn sem dæmi hjá þeim sem vilja friða hálendið gagnvart sauðfjárbeit. Þetta er svæðið að Fjallabaki sem Land- og Holtamenn nytja en við fylgdum þeim í fjárleitum í haust, eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. „Við erum bara ekki á sama máli og til dæmis Landgræðslan. Meðan landið er í framför þá teljum við okkur nýta landið rétt,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. „Það er svo fráleitt sem margir halda að það sé verið að ganga á afréttinn. Því það sjá það allir að hann er í mikilli framför,“ segir Geir Ófeigsson úr Næfurholti á Rangárvöllum. Geir Ófeigsson í Næfurholti.Einar Árnason „Við erum með stuttan tíma hérna inni á fjalli. Við förum hér um 10. júlí. Þetta eru sextíu dagar sem við erum að nýta þetta. En grösin hérna inn frá eru mjög kjarnmikil á þeim tíma og eru okkur mjög mikilvæg í okkar búskaparferli,“ segir Erlendur. Kristinn Guðnason fjallkóngur bendir á að bændur hafi í fimmtán ár staðið að uppgræðslu. „Hér sérðu: Við erum að græða hér upp samfara beitinni,“ segir Kristinn og bendir á svæðin í kringum Áfangagil, og bætir við að það sé í samstarfi við Landgræðsluna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Þó að manni finnist landgræðslustjóri stundum ekki vera í sama liði og við,“ segir fjallkóngurinn. „Við erum með umráðaréttinn – nytjaréttinn á þessu svæði. Og honum ætlum við að halda,“ segir Erlendur. „Það féll alveg dómur um það í þjóðlendumálum. Það er alveg skýrt að ríkið hefur umráðaréttinn yfir landinu en við erum með nytjaréttinn. Og það ætlum við að passa,“ segir Erlendur í Skarði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent