Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2020 15:07 Katrín og fleiri ráðherrar á góðri stundu. Um áramótin fá þau svo öll dágóða launahækkun, þingmenn og ráðherrar. vísir/vilhelm Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið. Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu. Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu.
Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00