Áætlað er að um tveir milljarðar notenda noti YouTube í hverjum mánuði. YouTube er í eigu Google. Á annað hundrað þúsund manns hafa tilkynnt bilunina á vefsíðunni Downdetector.
Bilunin í dag kemur í framhaldi af bilun hjá Facebook varðandi Messenger samskiptaforritið fimmtudaginn 10. desember. Talið er að um hafi verið að ræða kerfisbilun en ekki tölvuárás eins og ýmsum datt í hug.

Uppfært klukkan 12:35: YouTube og önnur forrit Google virðast vera farin að virka á nýjan leik.