Hægri bakvörður Stevie G að skora meira en Ronaldo og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:30 James Tavernier fær hér skilaboð frá stjóra sínum Steven Gerrard í leik með Rangers á tímabilinu. Getty/Andrew Milligan Liverpool goðsögnin Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers liðið í Skotlandi og það er einkum frammistaða eins leikmanns hans sem er að vekja mesta athygli. Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira