Öll topplið stærstu deilda Evrópu í dag spila í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:00 Harry Kane fagnar marki sínu fyrir Tottenham Hotspur á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/Clive Rose 2020 er búið að vera mjög sérstakt ár og það má kannski sjá dæmi um það á liðunum sem nú skipa efstu sætin í stærstu fótboltadeildum Evrópu. Topplið fimm bestu deilda Evrópufótboltans eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í pottinum þegar það var dregið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. Ekkert liðanna sextán sem eru enn með í Meistaradeildinni er í efsta sæti í sínu landi. Porto er eina liðið í Meistaradeildinni sem er ekki í einu af fimm stærstu deildunum (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Frakkland) en liðið er bara í þriðja sæti í portúgölsku deildinni. Aðra sögu er að segja af liðum í Evrópudeildinni því þau hafa náð að sameina leiki á fimmtudögum með góðri frammistöðu heima fyrir. Líder de La Liga: Real SociedadLíder de la Premier League: Tottenham Líder de la Bundesliga: LeverkusenLíder de la Serie A: MilanLíder de la Ligue 1: LilleLos líderes de las cinco grandes ligas estarán mañana en el sorteo... de la Europa League — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 14, 2020 Tottenham á Englandi, Real Sociedad á Spáni, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, AC Milan á Ítalíu og Lille í Frakklandi eru á toppnum í sínum löndum og um leið eru þau í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham er með jafnmörg stig og Meistaradeildarlið Liverpool en situr í toppsætinu á betri markatölu. Næsta enska liðið sem er enn í Meistaradeildinni er lið Chelsea í fimmta sætinu. Liðið í þriðja sæti, Leicester City, er í Evrópudeildinni eins og Tottenham. Manchester City er enn með í Meistaradeildinni en liðið er bara í níunda sæti í ensku deildinni. Real Sociedad er líka ofar en liðið í öðru sæti á markatölu. Meistaradeildarlið Atletico Madrid er í öðru sæti á Spáni og Real Madrid er síðan þremur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sevilla og Barcelona eru bæði enn með í Meistaradeildinni en á meðan Sevilla er í fimmta sæti þá er Barcelona bara í áttunda sæti. AC Milan er með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Internazionale en Inter datt út í Meistaradeildinni og náði ekki einu sinni inn í Evrópudeildina. Liðið í þriðja sæti, Napoli, er í Evrópudeildinni en fyrsta Meistaradeildarliðið er Juventus sem eins og er í fjórða sætinu. Hin Meistaradeildarliðin eru í 8. (Atalanta) og 9. sæti (Lazio). Bayer Leverkusen komst upp fyrir Evrópumeistara Bayern München og í toppsætið í Þýskalandi um helgina. Meistaradeildarlið RB Leipzig og Borussia Dortmund eru í 3. og 5. sæti en Borussia Mönchengladbach er bara í áttunda sætinu. Lille er ofar en Lyon á markatölu á toppi frönsku deildarinnar en Meistaradeildarlið Paris Saint Germain er síðan stigi á eftir í þriðja sætinu. PSG er eina franska liðið sem er enn með í Meistaradeildinni og Lille er eina franska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Topplið fimm bestu deilda Evrópufótboltans eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í pottinum þegar það var dregið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. Ekkert liðanna sextán sem eru enn með í Meistaradeildinni er í efsta sæti í sínu landi. Porto er eina liðið í Meistaradeildinni sem er ekki í einu af fimm stærstu deildunum (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Frakkland) en liðið er bara í þriðja sæti í portúgölsku deildinni. Aðra sögu er að segja af liðum í Evrópudeildinni því þau hafa náð að sameina leiki á fimmtudögum með góðri frammistöðu heima fyrir. Líder de La Liga: Real SociedadLíder de la Premier League: Tottenham Líder de la Bundesliga: LeverkusenLíder de la Serie A: MilanLíder de la Ligue 1: LilleLos líderes de las cinco grandes ligas estarán mañana en el sorteo... de la Europa League — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 14, 2020 Tottenham á Englandi, Real Sociedad á Spáni, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, AC Milan á Ítalíu og Lille í Frakklandi eru á toppnum í sínum löndum og um leið eru þau í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham er með jafnmörg stig og Meistaradeildarlið Liverpool en situr í toppsætinu á betri markatölu. Næsta enska liðið sem er enn í Meistaradeildinni er lið Chelsea í fimmta sætinu. Liðið í þriðja sæti, Leicester City, er í Evrópudeildinni eins og Tottenham. Manchester City er enn með í Meistaradeildinni en liðið er bara í níunda sæti í ensku deildinni. Real Sociedad er líka ofar en liðið í öðru sæti á markatölu. Meistaradeildarlið Atletico Madrid er í öðru sæti á Spáni og Real Madrid er síðan þremur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sevilla og Barcelona eru bæði enn með í Meistaradeildinni en á meðan Sevilla er í fimmta sæti þá er Barcelona bara í áttunda sæti. AC Milan er með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Internazionale en Inter datt út í Meistaradeildinni og náði ekki einu sinni inn í Evrópudeildina. Liðið í þriðja sæti, Napoli, er í Evrópudeildinni en fyrsta Meistaradeildarliðið er Juventus sem eins og er í fjórða sætinu. Hin Meistaradeildarliðin eru í 8. (Atalanta) og 9. sæti (Lazio). Bayer Leverkusen komst upp fyrir Evrópumeistara Bayern München og í toppsætið í Þýskalandi um helgina. Meistaradeildarlið RB Leipzig og Borussia Dortmund eru í 3. og 5. sæti en Borussia Mönchengladbach er bara í áttunda sætinu. Lille er ofar en Lyon á markatölu á toppi frönsku deildarinnar en Meistaradeildarlið Paris Saint Germain er síðan stigi á eftir í þriðja sætinu. PSG er eina franska liðið sem er enn með í Meistaradeildinni og Lille er eina franska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira