Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 08:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað slíkt hafi gerst þar sem það taki allt upp í viku eða jafnvel lengri tíma að veikjast. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gluggatónleikarnir fóru fram á laugardaginn en á þeim kom tónlistarmaðurinn Auður fram í glugganum á Prikinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir úti við staðinn þannig að gestir og gangandi á Laugaveginum gætu notið tónleikanna. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Prikið og fylgdist með tónleikunum. Á myndum og myndskeiðum frá tónleikunum sést að fólk stóð þétt saman og ekki voru allir með grímu. Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum á laugardag. Sóttvarnir auknar á næstu gluggaskemmtunum Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, rekstrarstjóri Priksins og einn eigenda, sagði í samtali við Vísi í gær að á næstu gluggaskemmtunum yrðu sóttvarnir auknar. Svæðið yrði meðal annars hólfað niður og grímum dreift. Geoffrey kvaðst hafa átt í góðum samskiptum við lögregluna og þannig yrði það áfram. Þá var haft eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali á mbl.is í gær að engin lög hefðu verið brotin með tónleikunum. Spurður út í þetta mál í Bítinu í morgun sagði Þórólfur svona hópamyndun ekki af því góða. „Mér finnst náttúrulega ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman. Það er nú það sem við erum að biðja fólk um að gera ekki, hvort sem það er inni eða úti. Þegar fólk er í svona þéttum hópi, það er augljóst og það sem við erum alltaf að tala um, að það er þar sem blessuð veiran hoppar frá manni til manns,“ sagði Þórólfur. „Finnst þetta ótrúlegt í raun og veru“ Komið hefur fram að tónleikarnir hafi verið hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun sem rekstraraðilar Priksins eiga hugmyndina að en unnið er í samstarfi við tónlistarborgina Reykjavík. Þórólfur var spurður að því hvort það væri furðulegt að aðilar eins og Reykjavíkurborg væru að standa fyrir þessum tónleikum. „Ég ætla nú ekkert að fara að tala um einstaka aðila í þessu en mér finnst þetta bara miður hver sem er sem gerir þetta og finnst þetta ótrúlegt í raun og veru en við þurfum bara að skoða þetta betur,“ svaraði Þórólfur. Þá var því velt upp af þáttastjórnanda hvort að veiran gæti ekki farið víða ef hún hefði náð að dreifa sér við svona hópamyndun eins og var við tónleikana. „Já, algjörlega. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir viku hvort eitthvað hafi gerst því það tekur allt upp í viku og jafnvel lengur að veikjast,“ sagði Þórólfur. Varðandi stöðuna í faraldrinum sagði Þórólfur helgina hafa verið nokkuð góða. Hann minnti þó á það að eins og vanalega hafi færri sýni verið tekin en á virkum dögum. Ekki væru komnar endanlegar tölur yfir fjölda nýgreindra í gær en Þórólfur sagði að honum sýndist tölurnar á svipuðu róli og langflestir væru í sóttkví eins og verið hefur undanfarið. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira