Keane og Neville: Solskjær verður að láta liðið spila Man Utd leikstílinn og vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 09:30 Þjálfarar Manchester-liðanna eru hér eflaust að ræða mikilvægi þess að virða stigið en það gerðu bæði Man United og Man City er liðin mættust í gær. EPA-EFE/Paul Ellis Roy Keane og Gary Neville, fyrrum leikmenn Manchester United, segja að Ole Gunnar Solskjær verði að vinna titla og reyna að stýra stórleikjum. Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Keane og Neville unnu fjölda allan af titlum á sínum tímum sem leikmenn Manchester United og voru sparkspekingar Sky Sports er Man United tók á móti Manchester City á Old Trafford í gær. Leikurinn fer seint í sögubækurnar en niðurstaðan var markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Bæði Keane og Neville telja að Solskjær, þjálfari Man Utd, þurfi að sanna sig eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. „Ég held hann verði að vinna bikar. Það er þessi árátta með að lenda í fjórða sæti en fyrir mér á Manchester United að gera það hvort eð er. Þegar tímabilinu lýkur þá hefur Ole verið nægilega lengi í starfi til að við vitum hvort hann sé maðurinn sem getur komið liðinu í alvöru titilbaráttu. Sem stendur tel ég liðið enn vera á eftir Liverpool, Tottenham Hotspur og Chelsea svo hann verður að reyna vinna aðra titla á meðan,“ sagði Keane á Sky Sports að leik loknum. Since conceding 6 goals from 8 shots on target faced v Tottenham on Oct 4, Man Utd have conceded 1 goal & faced 7 shots on target in the last 4 PL games at Old Trafford pic.twitter.com/PQoEPBGMm0— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 Telur leikstíl skipta jafn miklu máli og titla „Ég held að Ole verði að fara stýra leikjum betur. Á síðustu 12 mánuðum hefur Man Utd notast við tvö mismunandi leikplön til að vinna leiki. Það eru skyndisóknir eða ákveðin augnablik sem falla með þeim, líkt og gegn Southampton og West Ham United nýverið. Þeir eru ekki beint að yfirspila hin liðin, þeir eru að nýta ákveðin augnablik í leikjunum.“ „Á næstu sex til átta mánuðum verða þeir að reyna stýra stóru leikjunum betur. Það verður lykillinn fyrir Ole. Þeir verða að fara spila eins og lið. Leikurinn í dag var allt í lagi en þetta er ekki leikplanið sem Man Utd á að nota til lengri tíma né til að vinan titla,“ sagði Neville. Man City are involved in a PL goalless draw for the first time since Oct 2018 (v Liverpool) - had gone 78 PL games without a 0-0 pic.twitter.com/OAv9WeI26q— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 12, 2020 „Öll lið sem vinna deildartitla þá stýra leikjum, eru meira með boltann, keyra yfir andstæðinganna og vinna stóra leiki. Ole hefur ekki komið Man Utd þangað enn og hann hefur verið í starfi í tvö ár Hann hefur sjö mánuði til að ná því, ef ekki þá er hann í vandræðum,“ sagði Neville að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21 Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Markalaust í Manchester slagnum Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. 12. desember 2020 19:21
Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 12. desember 2020 20:00