Gylfi var til viðtals hjá ensku sjónvarspsmönnunum í leikslok.
„Þetta var erfiður leikur. Við þurftum að verjast fram á síðustu sekúndu en þetta voru gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur. Chelsea færir boltann hratt fram og við unnum vel í varnarleiknum í vikunni. Það virkaði,“ sagði Gylfi.
Gylfi skoraði markið sem skildi liðin að úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Dominic Calvert-Lewin. Sá síðarnefndi gerði tilkall til að taka vítaspyrnuna auk Richarlison en það virtist engin áhrif hafa á Gylfa sem skoraði örugglega úr vítinu.
„Sóknarmenn vilja alltaf taka víti. Það er gott að það séu margir tilbúnir til að taka víti. Það var gott að sjá boltann í netinu og enn betra að það skyldi reynast sigurmarkið.“
„Ég var nánast búinn að gleyma hvernig er að spila fyrir framan stuðningsmenn. Það var stórkostlegt og maður fær gæsahúð,“ sagði Gylfi.
"You almost forget what it's like to play in front of fans."
— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 12, 2020
"You get that buzz, the goosebumps when you come out!"
Gylfi Sigurdsson is delighted to have the fans back at Goodison Park
@TheDesKelly pic.twitter.com/1NPKo9eTdI