Gylfi Þór valinn knattspyrnumaður ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 15:01 Hér má sjá tvo af bestu landsliðsmönnum Íslands árið 2020. Þá Gylfa Þór Sigurðsson og Guðlaug Victor Pálsson. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri knattspyrnumaður ársins 2020. Þar á eftir komu þeir Guðlaugur Victor Pálsson og hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira