Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 12:37 Jón Óttar hefur starfað fyrir Samherja undanfarin ár. Youtube Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti. Samherjaskjölin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti.
Samherjaskjölin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira