Láta sárir Inter-menn reiði sína bitna á Sardiníustrákunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2020 09:01 Romelu Lukaku er væntanlega staðráðinn í að skora gegn Cagliari eftir að hafa mistekist það gegn Shakhtar Donetsk á miðvikudaginn. getty/BSR Eftir vonbrigðin í Meistaradeild Evrópu fer Inter til Sardiníu og mætir Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira