Sjáðu færið sem Albert brenndi af í naumu tapi AZ í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 16:01 Albert trúði vart eigin augum er boltinn rúllaði framhjá markinu í stað þess að rúlla í netið. Ed van de Pol/Getty Images Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson brenndi af ótrúlegu færi í naumu tapi AZ Alkmaar gegn Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Tap AZ þýðir liðið missti af sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en jafntefli hefði dugað liðinu til að komast áfram. Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
Albert var að venju í byrjunarliði AZ í gærkvöld er liðið hóf leik í Króatíu. Það var öruggt að sigur myndi tryggja liðinu sæti í 32-liða úrslitum og jafntefli gæti dugað þar sem Napoli tók á móti Real Sociedad á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Luka Menalo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. Aðeins rúmum tveimur mínútum síðar fékk Albert gullið tækifæri til að jafna metin. Boltinn barst aftur inn á vítateig eftir að hornspyrna AZ hafði verið skölluð frá. Myron Boadu reyndi misheppnaða bakfallsspyrnu sem reyndist fín sending á Albert sem var einn á auðum sjó á markteig Rijeka. Albert ætlaði að leggja boltann niðri í hægra hornið en hitti á einhvern hátt ekki markið. Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að neðan. Segja má þó að klúðrið hafi ekki endilega kostað AZ í leiknum þar sem Owen Wijndal jafnaði metin fyrir gestina skömmu síðar. Albert var síðan farin naf velli þegar Jesper Karlsson nældi sér í rautt spjald þegar rétt tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Ivan Tomecak nýtti sér það og tryggði heimamönnum 2-1 sigur í uppbótartíma. Á sama tíma jafnaði Real Sociedad metin gegn Napoli og lauk leik þar með 1-1 jafntefli. Sociedad skreið því áfram í 32-liða úrslit. Hefðu tíu leikmenn AZ haldið út hefðu þeir endað með jafn mörg stig og Sociedad en betri markatölu. Klippa: Albert brenndi af dauðafæri Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira