Tryggvi og Haukur Helgi loka Íslendingahringnum í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 15:30 Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á Eurobasket. Getty sampics/Corbis Það er Íslendingaslagur í spænsku körfuboltadeildinni í kvöld þegar Morabanc Andorra fær Casademont Zaragoza í heimsókn í frestuðum leik úr 9. umferð ACB deildarinnar. Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0 Spænski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira