Klasasmitið gerði útslagið en erum þó á svipuðu róli Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. desember 2020 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir klasasmit kórónuveirunnar sem kom upp í gær í búsetuúrræði fyrir hælisleitendafjölskyldur í Hafnarfirði hafa gert útslagið fyrir tölur gærdagsins. Þær séu þó á svipuðu róli og undanfarna daga en klasasmitið sýni hvað staðan sé viðkvæm. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44