Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 11:31 Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði. SKjáskot/ja.is Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar staðfestir í samtali við Vísi að einn smitaðra íbúa úrræðisins, sem er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé nemandi á grunnskólaaldri. Bekkjarfélagar hans hafi verið settir í sóttkví, auk tveggja kennara. Enginn þeirra hafi greinst með veiruna. Árdís segir að gengið hafi vel hjá Hafnarfjarðarbæ að bregðast við klasasmitinu. Unnið sé eftir ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Hún veit ekki til þess að neinn starfsmaður bæjarins hafi þurft að sæta sóttkví í tengslum við klasasmitið. Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla staðfestir í samtali við Vísi að nemandi við skólann hafi greinst með veiruna um miðja viku og sextán bekkjarfélagar, auk tveggja kennara, séu í sóttkví. Hann getur ekki staðfest hvort nemandinn tengist klasasmitinu í búsetuúrræðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver greinist með veiruna í skólanum síðan faraldurinn hófst, að sögn Kristins. Hann segir skólastarfið að öðru leyti ganga sinn vanagang. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í morgun að alls væru átta smitaðir í tengslum við hópsmitið, þar af greindust sex í gær. Hann sagði að uppruni smitsins væri þekktur en hafði ekki frekari upplýsingar um smitrakningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar staðfestir í samtali við Vísi að einn smitaðra íbúa úrræðisins, sem er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé nemandi á grunnskólaaldri. Bekkjarfélagar hans hafi verið settir í sóttkví, auk tveggja kennara. Enginn þeirra hafi greinst með veiruna. Árdís segir að gengið hafi vel hjá Hafnarfjarðarbæ að bregðast við klasasmitinu. Unnið sé eftir ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Hún veit ekki til þess að neinn starfsmaður bæjarins hafi þurft að sæta sóttkví í tengslum við klasasmitið. Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla staðfestir í samtali við Vísi að nemandi við skólann hafi greinst með veiruna um miðja viku og sextán bekkjarfélagar, auk tveggja kennara, séu í sóttkví. Hann getur ekki staðfest hvort nemandinn tengist klasasmitinu í búsetuúrræðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver greinist með veiruna í skólanum síðan faraldurinn hófst, að sögn Kristins. Hann segir skólastarfið að öðru leyti ganga sinn vanagang. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í morgun að alls væru átta smitaðir í tengslum við hópsmitið, þar af greindust sex í gær. Hann sagði að uppruni smitsins væri þekktur en hafði ekki frekari upplýsingar um smitrakningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44
Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23