„Vá stendur fyrir dyrum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira