Í viðmiðunum er meðal annars fjallað um hvernig best er að huga að hreinlæti um borð í flugvélum og í flugstöðvum.
Þar er lagt til að starfsmenn á borð við flugþjóna gangi með bleyjur til að þurfa ekki að nota salernið um borð.
Mælt er með því að flugáhafnir sem fljúga til hááhættusvæða gangi með grímur, tveggja laga einnnota hanska, hlífðargleraugu, einnota höfuðfat, einnnota hlífðarfatnað og einnota skóhlífar.
Í næstu setningu segir svo:
„Mælt er með því að áhöfn gangi með einnota bleyjur og forðist að nota salernisaðstöðuna nema í undantekningartilvikum, til að forðast smithættu.“
Hreinlæti á flugvélasalernum hefur löngum verið til umræðu og unnið er að hönnun ýmissa lausna hvað það varðar.
Þangað til eru bleyjur vissulega ein lausn.