Sjáðu markið sem Scholz skoraði gegn Liverpool og markið sem var dæmt af Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 13:57 Alexander Scholz skorar úr vítaspyrnu gegn Liverpool. getty/Gaston Szermann Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær með átta leikjum. Úrslitin í A-D-riðlum réðust þá. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland á Jótlandi í D-riðli. Mohamed Salah kom Englandsmeisturunum yfir eftir aðeins 55 sekúndur. Liverpool hefur aldrei skorað jafn snemma í Meistaradeildinni. Mark Salahs var hans 22. Meistaradeildarmark fyrir Liverpool. Hann er nú orðinn markahæstur Liverpool-manna í keppninni frá upphafi. Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, jafnaði fyrir Midtjylland úr vítaspyrnu á 62. mínútu. Scholz skoraði aftur fjórtán mínútum síðar en markið var dæmt af eftir að það var skoðað á myndbandi. Takumi Minamino virtist svo hafa tryggt Liverpool sigurinn undir lokin en markið var sömuleiðis dæmt af. Liverpool vann D-riðilinn en Midtjylland endaði í fjórða og neðsta sæti hans. Scholz lék alla sex leiki Midtjylland í riðlakeppninni og skoraði tvö mörk. Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður hjá dönsku meisturunum í leiknum í gær. Karim Benzema sá til þess að Real Madrid vann B-riðilinn þegar hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Borussia Mönchengladbach. Lokatölur 2-0, Real Madrid í vil. Benzema kom Real Madrid yfir á 8. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Lucas Vázquez. Á 32. mínútu skoraði Benzema aftur með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri, að þessu sinni frá Rodrygo. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid fagnaði því sigri í leiknum og sigri í riðlinum. Mörkin úr leikjum Midtjylland og Liverpool og Real Madrid og Gladbach má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Midtjylland 1-1 Liverpool Klippa: Mark dæmt af Scholz gegn Liverpool Klippa: Real Madrid 2-0 Gladbach Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira
Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland á Jótlandi í D-riðli. Mohamed Salah kom Englandsmeisturunum yfir eftir aðeins 55 sekúndur. Liverpool hefur aldrei skorað jafn snemma í Meistaradeildinni. Mark Salahs var hans 22. Meistaradeildarmark fyrir Liverpool. Hann er nú orðinn markahæstur Liverpool-manna í keppninni frá upphafi. Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, jafnaði fyrir Midtjylland úr vítaspyrnu á 62. mínútu. Scholz skoraði aftur fjórtán mínútum síðar en markið var dæmt af eftir að það var skoðað á myndbandi. Takumi Minamino virtist svo hafa tryggt Liverpool sigurinn undir lokin en markið var sömuleiðis dæmt af. Liverpool vann D-riðilinn en Midtjylland endaði í fjórða og neðsta sæti hans. Scholz lék alla sex leiki Midtjylland í riðlakeppninni og skoraði tvö mörk. Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður hjá dönsku meisturunum í leiknum í gær. Karim Benzema sá til þess að Real Madrid vann B-riðilinn þegar hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Borussia Mönchengladbach. Lokatölur 2-0, Real Madrid í vil. Benzema kom Real Madrid yfir á 8. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Lucas Vázquez. Á 32. mínútu skoraði Benzema aftur með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri, að þessu sinni frá Rodrygo. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid fagnaði því sigri í leiknum og sigri í riðlinum. Mörkin úr leikjum Midtjylland og Liverpool og Real Madrid og Gladbach má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Midtjylland 1-1 Liverpool Klippa: Mark dæmt af Scholz gegn Liverpool Klippa: Real Madrid 2-0 Gladbach Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira