Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 12:21 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna. Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira