Árið var að sjálfsögðu merkilegt fyrir margar sakir og í frétt á vef FIFA þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í ár er tekið fram að aðeins fóru 352 landsleikir fram á árinu 2020. Í fyrra voru þeir 1082 og þarf að fara aftur til 1987 til að finna ár þar sem færri landsleikir voru leiknir.
Belgía endar árið á toppi heimslistans líkt og undanfarin þrjú ár. Efstu fjögur lið listans halda öll sínum sætum en Portúgal stekkur hins vegar upp í fimmta sæti listans. Hér að neðan má sjá efstu tíu lið listans ásamt nokkrum vel völdum þjóðum.
Ungverjaland endar í 40. sæti okkur Íslendingum til mikils ama. Sigur þeirra gegn Íslandi í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sumarið 2021 spilar þar stóran þátt en Ungverjar voru sú þjóð sem tók hvað stærst stökk upp á heimslistanum í ár.
Ungverjaland tapaði aðeins einum af þeim átta landsleikjum sem liðið lék í ár.
Ísland er í 46. sæti á síðasta heimslista FIFA á árinu.#fyririsland https://t.co/WzdaZ2SDUm
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 10, 2020
Þá er Ísland í 46. sæti listans. Hér að neðan má sjá efstu tíu lönd listans ásamt frændum vorum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum ásamt þeim liðum sem leika með Íslandi í undankeppni HM sem fram fer í Katar undir lok árs 2022.
Efstu tíu ásamt vel völdum þjóðum
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Portúgal
6. Spánn
7. Argentína
8. Úrúgvæ
9. Mexíkó
10. Ítalía
12. Danmörk
13. Þýskaland
20. Svíþjóð
37. Rúmenía
46. Ísland
65. Norður-Makedónía
99. Armenía
107. Færeyjar
181. Liechtenstein