Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 06:48 Á meðal þess sem ætti nú að heyra sögunni til með nýrri reglugerð eru raðir líkt og þessi fyrir utan Líf og list í Smáralind á dögunum en verslanir mega nú taka á móti mun fleiri viðskiptavinum en heimilt hefur verið undanfarið. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. Samkvæmt reglunum mega sundlaugar og aðrir baðstaðir opna, æfingar fullorðinna í efstu deild í íþróttum innan ÍSÍ mega hefjast sem og sviðslistir og aðrir menningarviðburðir með takmörkunum þó. Enn er tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þá skal nota grímu í þeim aðstæðum þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Börn fædd eftir 2005 eru þó undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskyldu. Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, December 9, 2020 Þá mega verslanir taka á móti fimm viðskiptavinum fyrir hverja tíu fermetra en þó að hámarki 100 manns. Veitingastaðir mega hafa fimmtán viðskiptavini inni í einu og vera með opið til klukkan 22 en þó ekki taka á móti nýjum kúnnum eftir klukkan 21. Líkamsræktarstöðvum, börum og skemmtistöðum er áfram gert að hafa lokað. Endurskoðunarákvæði er í þessari reglugerð, líkt og öðrum um sóttvarnaráðstafanir, sem kveða á um að stjórnvöld eigi að endurskoða þörfina á takmörkunum eftir því sem efni standa til, hvort heldur sé um að ræða auknar tilslakanir eða hertar aðgerðir. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytis: Fjöldatakmörkun: miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum Börn: Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar. Verslanir: Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns. Veitingastaðir: Heimilt verður að taka við 15 viðskiptavinum í rými. Heimilt verður að hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00. Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Aðrar íþróttir: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Heimilt verður að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Hvorki hlé né áfengissala heimil. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Jarðarfarir: Hámarksfjöldi í jarðarförum verður 50 manns. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021. Breytingar á takmörkun skólastarfs: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Samkvæmt reglunum mega sundlaugar og aðrir baðstaðir opna, æfingar fullorðinna í efstu deild í íþróttum innan ÍSÍ mega hefjast sem og sviðslistir og aðrir menningarviðburðir með takmörkunum þó. Enn er tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Þá skal nota grímu í þeim aðstæðum þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð, til dæmis í almenningssamgöngum og verslunum. Börn fædd eftir 2005 eru þó undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskyldu. Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, December 9, 2020 Þá mega verslanir taka á móti fimm viðskiptavinum fyrir hverja tíu fermetra en þó að hámarki 100 manns. Veitingastaðir mega hafa fimmtán viðskiptavini inni í einu og vera með opið til klukkan 22 en þó ekki taka á móti nýjum kúnnum eftir klukkan 21. Líkamsræktarstöðvum, börum og skemmtistöðum er áfram gert að hafa lokað. Endurskoðunarákvæði er í þessari reglugerð, líkt og öðrum um sóttvarnaráðstafanir, sem kveða á um að stjórnvöld eigi að endurskoða þörfina á takmörkunum eftir því sem efni standa til, hvort heldur sé um að ræða auknar tilslakanir eða hertar aðgerðir. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytis: Fjöldatakmörkun: miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum Börn: Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar. Verslanir: Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns. Veitingastaðir: Heimilt verður að taka við 15 viðskiptavinum í rými. Heimilt verður að hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00. Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Aðrar íþróttir: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Heimilt verður að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Hvorki hlé né áfengissala heimil. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn. Jarðarfarir: Hámarksfjöldi í jarðarförum verður 50 manns. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021. Breytingar á takmörkun skólastarfs: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. 2 metra regla og grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 8. til 10. bekk í samræmi við reglugerð um takmarkanir á samkomum. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Gildistími: Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember til 31. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira