Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. desember 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“ Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira