Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. desember 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“ Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent