Þegar sundlaugarnar voru opnaðar í maí eftir lokun í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins var boðið upp á miðnæturopnun í höfuðborginni, Selfossi og víðar. Víða mynduðust raðir enda margir spenntir að komast í laugarnar.
Sundlaugum á landinu verður frá og með 10. desember heimilt að hafa opið fyrir allt að 50 prósent af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, tók púlsinn á pottagestum að morgni 18. maí þar sem fólk var afar ánægt að vera komið aftur í morgunstund í Árbæjarlauginni.