Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 10:18 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og hefur sem slíkur verið sjaldséður í ræðustól þingsins á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis. Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis.
Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent