„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira