Tölum saman – á Akureyri Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:01 Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Akureyri Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun