Tölum saman – á Akureyri Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:01 Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Akureyri Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun