Framlengdi samninginn sinn um einn dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 09:30 Vilde Böe Risa í leik með norska landsliðinu. Getty/Jose Breton Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa gerði óvenjulega framlengingu á samningi sínum á dögunum. Hún framlengdi ekki um eitt ár heldur bara einn dag. Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira
Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira