Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 08:30 Ole Gunnar Solskjær hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United í næstum því tvö ár. Getty/Ash Donelon Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn