Klopp: Ungu strákarnir björguðu tímabilinu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 07:30 Jürgen Klopp faðmar Curtis Jones sem er einn af ungu strákunum sem hafa gert góða hluti með Liverpool í vetur. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp talaði vel um ungu leikmenn Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool er komið áfram í Meistaradeildinni og þessir ungu leikmenn fá væntanlega að vera í sviðsljósinu í leiknum við FC Midtjylland. Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira