Hvert stefnir með þjónustu við aldraða íbúa Akureyrarbæjar Ingi Þór Ágústsson skrifar 8. desember 2020 15:00 Frá 1. janúar næst komandi mun Akureyrarbær hætta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opinberlega á fundi 18. ágúst með stjórnendum ÖA, bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjarstjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á komandi ári. Því liggur nærri að spyrja - vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Akureyrar. Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldi áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 ársstörfum. Fram hefur komið hjá bæjarfulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna árlegu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrarbæjar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. des. 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjónusta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfirtöku ríkisins á rekstri öldrunarheimilanna, já eða annarra aðila sem vill annast rekstur heimilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir komandi ár. Hvað verður þá um dagþjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilisplássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróunar verkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustumiðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Akureyrarbæjar í þessum málaflokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsóknum sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið. Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðiskostnað?. Ekki er að sjá í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum málefnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um áramótin, eða hvað? Ætlar þá Akureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum. Er skrýtið að spurt sé „hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita“. Þann 3. desember var undirritaður samningur á milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis og er það fagnaðarefni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis þá gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Akureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraða í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á komandi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjarfulltrúum að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf verulega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verður í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að því eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við erum að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til …… Höfundur er forstöðumaður Austurhlíða, öldrunarheimila Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Eldri borgarar Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Frá 1. janúar næst komandi mun Akureyrarbær hætta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opinberlega á fundi 18. ágúst með stjórnendum ÖA, bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjarstjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á komandi ári. Því liggur nærri að spyrja - vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Akureyrar. Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldi áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 ársstörfum. Fram hefur komið hjá bæjarfulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna árlegu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrarbæjar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. des. 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjónusta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfirtöku ríkisins á rekstri öldrunarheimilanna, já eða annarra aðila sem vill annast rekstur heimilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir komandi ár. Hvað verður þá um dagþjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilisplássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróunar verkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustumiðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Akureyrarbæjar í þessum málaflokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsóknum sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið. Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðiskostnað?. Ekki er að sjá í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum málefnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um áramótin, eða hvað? Ætlar þá Akureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum. Er skrýtið að spurt sé „hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita“. Þann 3. desember var undirritaður samningur á milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis og er það fagnaðarefni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis þá gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Akureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraða í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á komandi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjarfulltrúum að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf verulega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verður í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að því eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við erum að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til …… Höfundur er forstöðumaður Austurhlíða, öldrunarheimila Akureyrar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar